Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 08. janúar 2022 14:43
Brynjar Ingi Erluson
Kristín Dís til Bröndby (Staðfest)
Kristín Dís Árnadóttir
Kristín Dís Árnadóttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska landsliðskonan Kristín Dís Árnadóttir er gengin í raðir danska félagsins Bröndby frá Breiðabliki. Félagið staðfestir þetta með tilkynningu í dag.

Danska félagið lagði fram tilboð í Kristínu á dögunum sem Breiðablik samþykkti og hefur hún þá náð saman með Bröndby.

Kristín, sem er fædd árið 1999, hefur verið fastamaður í byrjunarliði Blika síðustu ár og á að baki 153 leiki og átta mörk í deild- og bikar með liðinu. Hún hefur hjálpað liðinu að Íslands- og bikarmeistaratitli á tíma sinum hjá Blikum og var þá partur af sögulegum árangri er liðið varð fyrst íslenskra liða til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Hún hefur verið inn og út úr íslenska landsliðshópnum en hefur ekki enn spilað leik fyrir A-landsliðið. Kristín á hins vegar 29 leiki og 3 mörk fyrir yngri landslið Íslands.

Bröndby vann dönsku deildina síðast árið 2019 og er eitt besta lið í sögu danska boltans.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner