Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 08. júní 2022 17:30
Ívan Guðjón Baldursson
Matt Targett til Newcastle (Staðfest)
Targett í baráttu við Timo Werner í vor.
Targett í baráttu við Timo Werner í vor.
Mynd: EPA

Newcastle United er búið að festa kaup á vinstri bakverðinum Matt Targett sem stóð sig vel á láni hjá félaginu á seinni hluta síðasta tímabils.


Targett er 26 ára gamall og kemur frá Aston Villa. Newcastle er talið borga rúmlega 12 milljónir punda fyrir bakvörðinn.

Targett á í heildina 142 úrvalsdeildarleiki að baki fyrir þrjú félög og var á sínum tíma byrjunarliðsmaður í yngri landsliðum Englands en á enn eftir að taka stökkið upp í A-landsliðið. Hann er með tvöfalt ríkisfang og á leiki að baki fyrir U19 lið Skotlands, en þar væri hann í samkeppni við nokkra af bestu bakvörðum Evrópu.

Targett skrifar undir fjögurra ára samning við Newcastle og segir að þetta hafi verið auvðeld ákvörðun fyrir sig.

Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, er mjög ánægður með framlag Targett á síðustu leiktíð og segist himinlifandi með að leikmaðurinn vilji setjast að í Newcastle.


Athugasemdir
banner
banner
banner