Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 08. október 2021 12:11
Elvar Geir Magnússon
Magnús Már áfram með Aftureldingu (Staðfest)
Lengjudeildin
Magnús Már Einarsson.
Magnús Már Einarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson hefur gert nýjan samning við Aftureldingu til næstu tveggja ára.

Enes Cogic, aðstoðarmaður hans, hefur einnig skrifað undir nýjan samning sem gildir næstu tvö tímabilin.

Magnús var orðaður við Þór Akureyri en heldur áfram að halda um stjórnartaumana hjá uppeldisfélaginu í Mosfellsbæ.

„Það er mikill heiður að þjálfa meistaraflokk hjá uppeldisfélaginu og ég er mjög spenntur fyrir framhaldinu. Að mínu mati er kominn tími á að taka næsta skref og fara ofar í deildinni. Við erum með góðan kjarna af leikmönnum og stefnum á að fá öflugan liðsstyrk ofan á það," sagði Magnús við samfélagsmiðla félagsins.

Afturelding hafnaði í tíunda sæti Lengjudeildarinnar á liðnu sumri.


Athugasemdir
banner
banner