banner
   lau 09. febrúar 2019 22:30
Arnar Helgi Magnússon
Fyrrum leikmaður Liverpool og þjálfari Vals látinn
Mynd: Internetið
Ian Ross, fyrrum leikmaður Liverpool og þjálfari KR, Keflavíkur og Vals, er látinn, 72 ára að aldri.

Ian Ross kom hingað til lands árið 1985 þegar hann tók við þjálfarastarfi Vals. Hann þjálfaði liðið frá árunum 1985 til 1987 en á þeim tíma varð Valur Íslandsmeistari í tvígang.

Eftir tímann hjá Val tók hann við KR og stýrði hann þeim frá árinu 1988 til ársins 1990. Eftir það tók hann eitt tímabil í viðbót á Íslandi sem stjóri Keflavík, árið 1994. Í millitíðinni tók hann við Huddersfield.

Ross spilaði með Liverpool á árunum 1966 til 1972 undir Bill Shankly. Þaðan fór hann til Aston Villa þar sem að hann lék 172 fyrir félagið. Hann endaði leikmannaferil sinn árið 1983 með liðinu Hereford United en á undan því hafði hann komið víða við.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner