Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 09. febrúar 2019 15:58
Magnús Már Einarsson
Guðni Bergs áfram formaður KSÍ (Staðfest)
Gríðarlegur munur
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðni Bergsson verður áfram formaður KSÍ næstu tvö árin en hann hafði betur gegn Geir Þorsteinssyni í kosningu á ársþingi sambandsins í dag.

Guðni fékk 119 atkvæði gegn 26 atkvæðum Geirs. Auðir seðlar voru 2. Guðni fékk því 81% atkvæða.

„Ég þakka innilega þennan stuðning," sagði Guðni í stuttri ræðu eftir að úrslit voru ljós.

Tvö ár eru síðan Guðni tók við sem formaður en hann tók við af Geir sem hafði áður setið í formannsstólnum í tíu ár.

Fyrir tveimur árum síðar hafði Guðni betur gegn Birni Einarssyni í formannsbaráttunni. Hann hafði síðan einnig betur gegn Geir í dag.

Nú er að hefjast kjör í stjórn KSÍ en þar keppa Borghildur Sigurðardóttir, Magnús Gylfason, Ásgeir Ásgeirsson, Davíð Rúrik Ólafsson og Þorsteinn Gunnarsson um fjögur laus sæti.

Viðtal við Guðna birtist á Fótbolta.net innan tíðar.
Athugasemdir
banner
banner