Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 09. maí 2022 15:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hallvarður skiptir yfir í Vængina (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallvarður Óskar Sigurðarson hefur fengið félagaskipti frá Fjölni til venslafélagsins Vængja Júpíters.

Hallvarður er 23 ára sóknarsinnaður leikmaður sem hefur verið gífurlega óheppinn með meiðsli á ferlinum til þessa.

Hann lék sína fyrstu leiki með meistaraflokki Fjölnis árið 2018 og þegar Fjölnir var í efstu deild sumarið 2020 átti hann nokkrar lofandi frammistöður þó leikirnir hafi einungis orðið sjö talsins.

Í fyrra kom hann við sögu í fjórtán leikjum með Fjölni í Lengjudeildinni.

Hallvarður er yngri bóðir Arons Sigurðarsonar sem leikur með Horsens í Danmörku.

Alls hafa sextán leikmenn skipt yfir í Vængina frá Fjölni í vetur - sumir tímabundið. Vængir spila í 3. deild í sumar og unnu 2-1 sigur gegn Kormáki/Hvöt í fyrstu umferð deildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner