Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 09. júní 2021 09:56
Elvar Geir Magnússon
Lage nýr stjóri Wolves (Staðfest)
Lage er tekinn við Úlfunum.
Lage er tekinn við Úlfunum.
Mynd: Getty Images
Portúgalinn Bruno Lage, fyrrum stjóri Benfica, hefur verið tilkynntur sem nýr stjóri Wolves.

Lage var aðstoðarmaður Carlos Carvalhal hjá Sheffield Wednesday og Swansea áður en hann tók við Benfica og stýrði liðinu til portúgalska meistaratitilsins 2019.

Þessi 45 ára stjóri tekur við Úlfunum af landa sínum Nuno Espirito Santo sem var fjögur ár í stjórastólnum á Molineux.

„Ég er ánægður, spenntur og með mikinn metnað fyrir því að gera frábæra hluti fyrir félagið," segir Lage.

„Þetta er stórt tækifæri. Ég er ánægður með að snúa aftur til Englands og verða stjóri hjá svona stóru félagi. Mitt markmið er að halda áfram með það sem Nuno hefur byggt upp og bæta enn frekar í."

Lage var rekinn frá Benfica sumarið 2020 þar sem annað tímabil hans við stjórnvölinn reyndist ekki eins gott og það fyrsta.
Athugasemdir
banner
banner
banner