Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 09. júní 2022 08:51
Elvar Geir Magnússon
Lacazette gerði þriggja ára samning við Lyon (Staðfest)
Alexandre Lacazette.
Alexandre Lacazette.
Mynd: Lyon
Alexandre Lacazette er formlega orðinn leikmaður Lyon í Frakklandi að nýju, fimm árum eftir að hann yfirgaf félagið og gekk í raðir Arsenal.

Lacazette gerði þriggja ára samning, til júnímánaðar 2025.

Franski sóknarmaðurinn skoraði 54 mörk í 158 leikjum fyrir Arsenal í ensku úrvalsdeildinni og hjálpaði liðinu að vinna FA-bikarinn 2020.

„Samband mitt við Lyon hefur aldrei rofnað og ég er mjög stoltur og ánægður með að vera kominn til baka," segir hinn 31 árs gamli Lacazette.
Athugasemdir
banner