fös 09. júlí 2021 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Glódís Perla til Bayern (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís Perla Víggósdóttir er genginn í raðir FC Bayern frá Rosengard. Hún skrifar undir þriggja ára samning við þýska félagið.

Bayern varð þýskur meistari í vor og hjá liðinu spilar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sem er samherji Glódísar í íslenska landsliðinu.

Glódís er uppalin hjá HK og lék með HK/Víkingi sín fyrstu ár í meistaraflokki. Hún fór í Stjörnuna árið 2012 og hélt til Svíþjóðar árið 2015. Hún gekk í raðir Eskilstuna árið 2015 og skipti yfir í Rosengård árið 2017 þar sem hún hefur verið síðan.

Glódís er 26 ára miðvörður sem á að baki 93 A-landsleiki.

„Mér finnst ég vera klár í næsta skref og ég veit af áhuga frá einhverjum liðum en hvað gerist næsta árið eða svo verður bara að koma í ljós," sagði Glódís í viðtali fyrr á þessu ári.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner