Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. júlí 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tahith Chong lánaður frá Man Utd í Birmingham (Staðfest)
Tahith Chong.
Tahith Chong.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur lánað hollenska kantmanninn Tahith Chong til Birmingham fyrir næsta tímabil.

Chong er 21 árs gamall en hann var á láni hjá Werder Bremen í Þýskalandi og Club Brugge í Belgíu á síðustu leiktíð.

Á næsta tímabili mun hann spila á Englandi, en í Championship-deildinni.

„Ég er leikmaður sem vill taka aðra leikmenn á, ég vil rekja boltann og keyra á andstæðinginn. Ég er snöggur og mun reyna að koma með mína eiginleika inn í liðið," sagði Chong eftir að skiptin til Birmingham voru staðfest.

Það var áhugi á Hollendingnum utan Englands en United taldi að þróun hans yrði best á Englandi.
Athugasemdir
banner
banner