fim 10. janúar 2019 19:21
Ívan Guðjón Baldursson
Udinese fær Zeegelaar frá Watford (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Vinstri bakvörðurinn Marvin Zeegelaar er annar leikmaðurinn sem Watford lánar til Udinese í janúarglugganum eftir að ítalski sóknarmaðurinn Stefano Okaka skipti yfir fyrr í mánuðinum.

Watford keypti Zeegelaar, sem er 28 ára gamall, af Sporting sumarið 2017 en Hollendingurinn náði ekki ryðja sér leið inn í byrjunarliðið og hefur ekkert fengið að spila fyrir félagið það sem af er tímabils.

Zeegelaar fer til Udinese á lánssamning en ekki er tekið fram hvort þetta sé einfalt lán eða hvort kaupmöguleiki eða skylda fylgi.

Félögin skipta reglulega á leikmönnum enda eru þau bæði í eigu ítölsku Pozzo fjölskyldunnar, sem seldi spænska félagið Granada sumarið 2016.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner