Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. febrúar 2019 08:30
Arnar Helgi Magnússon
Mirza Hasecic gengur í raðir Grindavíkur (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mirza Hasecic er genginn til liðs við Pepsideildarlið Grindavíkur frá Sindra.

Mirza er fæddur árið 1997 en hann hefur leikið með Sindra allan sinn Meistaraflokksferil. Liðið Sindri spilar á Höfn í Hornafirði.

Mirza hefur leikið 87 leiki fyrir Sindra og skorað í þeim fimmtán mörk. Hann getur leyst stöðu bakvarðar, miðjumanns og kantmanns.

Sindri rétt náði að halda sér í 3. deildinni í sumar en liðið tryggði sætið sitt undir lok mótsins. Mirza spilaði fjóra deildarleiki með Sindra á síðasta tímabilið.

Grindavík hefur fengið til sín nokkra leikmenn á undirbúningstímabilinu en miklar breytingar urðu á liðinu eftir tímabilið í fyrra. Nýr þjálfari tók til starfa sem og að nokkrir lykilmenn liðsins yfirgáfu liðið.
Athugasemdir
banner
banner