Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 10. febrúar 2019 20:35
Ívan Guðjón Baldursson
Vignir Snær lánaður til Noregs (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vignir Snær Stefánsson mun ekki leika með Víkingi Ólafsvík í sumar því hann hefur verið lánaður til Stord í norska boltanum.

Vignir Snær skrifaði undir tveggja ára samning við Ólsara með samkomulagi um að hann yrði lánaður út fyrra árið.

Vignir er fæddur 1996 og kom feykilega sterkur inn í lið Ólafsvíkur síðasta sumar og var valinn bæði knattspyrnumaður og íþróttamaður ársins hjá HSH í fyrra.

„Við óskum Vigni góðs gengis í Noregi og hlökkum til að sjá hann aftur í Víkingstreyjunni að ári," segir í færslu frá Ólsurum á Facebook.

Jón Páll Pálmason, fyrrverandi þjálfari kvennaliðs Fylkis og karlaliðs Hattar, er við stjórnvölinn hjá Stord sem leikur í norsku D-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner