Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 10. mars 2021 18:08
Elvar Geir Magnússon
Léttir kynnir nýtt merki og nýtt þjálfarateymi (Staðfest)
Nýtt þjálfarateymi Léttis.
Nýtt þjálfarateymi Léttis.
Mynd: Léttir
Léttir, sem er nokkurskonar varalið ÍR, hefur blásið í herlúðra og hresst upp á félagið. Léttir leikur í 4. deildinni og leikur heimaleiki sína á gervigrasvelli ÍR í Mjóddinni.

Á dögunum kynnti félagið nýtt merki og í dag var nýtt þjálfarateymi kynnt til sögunnar. Aðalþjálfari Léttis er Kristófer Davíð Traustason og honum til halds og trausts verða bræðurnir Steinar og Reynir Haraldssynir.

Léttir hefur einnig gert samkomulag við Sigmann Þórðarson um að taka að sér hlutverk tæknilegs ráðgjafa.

„Þetta eru gleðifréttir! Leikmenn og þjálfarar Léttis eru metnaðarfullir og við vonumst til að sýna það í verki á komandi tímabili. Einnig skiptir það okkur máli að tengingin við Breiðholt og ÍR sé áfram sterk og stöðug og því er þjálfarateymið okkar sérstaklega vel mannað að mínu mati," segir Ari Viðarsson sem tók nýlega við sem formaður Léttis.

Már Viðarsson, Brynjar Örn Sigurðsson, Ari Viðarsson og Jón Gísli Ström hafa gengið í raðir Léttis en þeir eiga fjölmarga leiki að baki með ÍR. Þá er Jónatan Hróbjartsson einnig að ganga frá skiptum í Létti en hann hefur leikið stórt hlutverk með ÍR síðustu ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner