Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 10. maí 2022 15:41
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Adeyemi til Dortmund (Staðfest)
Mynd: EPA
Dortmund er búið að kaupa framherjann Karim Adeyemi frá austturrísku meisturunum í RB Salzburg. Þetta staðfestir þýska félagið með því að staðfesta að leikmaðurinn hafi skrifað undir samning sem gildir fram á sumarið 2027.

Adeyemi er sem stendur markahæsti leikmaður austurrísku deildarinnar með nítján mörk. Hann hefur á fjórum árum hjá Salzburg unnið sex titla (þrisvar sinnum meistari og þrisvar bikarmeistari.

Hann lék sinn fyrsta A-landsleik fyrir Þýskaland í fyrra og skoraði strax sitt fyrsta landsliðsmark. Fyrr á síðasta ári varð hann Evrópumeistari með þýska U21-árs landsliðinu.

Dortmund greiðir um 38 milljónir evra fyrir leikmanninn. Þýska félagið gæti horft á hann sem arftaka Erling Braut Haaland sem er genginn í raðir Manchester City. Umboðsmaður Adeyemi sagði á dögunum að leikmaðurinn hefði valið Dortmund framyfir Manchester United.
Athugasemdir
banner