Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fös 10. júní 2022 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Luis Campos ráðinn til starfa hjá PSG (Staðfest)
Luis Campos
Luis Campos
Mynd: Yahoo
Franska félagið Paris Saint-Germain tillkynnti í dag ráðninguna á Luis Campos en hann verður sérstakur ráðgjafi félagsins.

Leonardo var látinn fara frá félaginu á dögunum en hann hefur unnið sem yfirmaður íþróttamála frá 2019.

Það má gera ráð fyrir miklum breytingum hjá franska félaginu í sumar og á næstu dögum fær þjálfarinn, Mauricio Pochettino, sparkið.

Fyrsta verk PSG var að láta Leonardo fara og ráða inn mann í hans stað og er það nú klárt.

Félagið greindi frá ráðningu á Luis Campos í dag og verður hann sérstakur ráðgjafi. Hann mun koma að kaupum og sölum félagsins í sumar.

Campos hefur getið sér gott nafn í franska boltanum og átt töluverðan þátt í árangri Mónakó og Lille síðustu ár. Hann vann með Kylian Mbappe hjá Mónakó áður en franski framherjinn gekk í raðir PSG.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner