Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 10. júlí 2018 15:47
Magnús Már Einarsson
Cristiano Ronaldo til Juventus (Staðfest)
Ronaldo hefur fjórum sinnum unnið Meistaradeildina með Real Madrid og einu sinni með Manchester United.
Ronaldo hefur fjórum sinnum unnið Meistaradeildina með Real Madrid og einu sinni með Manchester United.
Mynd: Getty Images
Real Madrid hefur staðfest að félagið hafi selt Cristiano Ronaldo til ítölsku meistaranna í Juventus. Kaupverðið ku hljóða upp á 105 milljónir punda en Ronaldo er dýrasti leikmaðurinn í sögu Juventus.

Ronaldo skrifaði undir fjögurra ára samning við Juventus en hann er sagður fá 500 þúsund pund (71 milljón króna) í vikulaun!

„Real Madrid verður alltaf heimili þitt," sagði Real Madrid í fréttatilkynningu þar sem tilkynnt var um söluna á Ronaldo.

Hinn 33 ára gamli Ronaldo óskaði sjálfur eftir að fá að fara til ítölsku meistarana eftir níu ár hjá Real Madrid.

Ronaldo er markahæstur í sögu Real Madrid en hann hefur skorað 451 mark síðan hann kom til félagsins árið 2009 frá Manchester United. Þá hefur hann á þessu tímabili fjórum sinnum verið valinn besti fótboltamaður heims og hlotið gullknöttinn.

Ronaldo hjá Real Madrid í tölum
438 leikir
451 mark
Fjórir sigrar í Meistaradeildinni
Tvisvar spænskur meistari



Athugasemdir
banner
banner