Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 10. júlí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Toni Duggan komin heim í Everton (Staðfest)
Duggan í leik með enska landsliðinu.
Duggan í leik með enska landsliðinu.
Mynd: Getty Images
Toni Duggan er komin aftur í Everton, átta árum eftir að hún yfirgaf félagið.

Hún skrifaði undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt.

Duggan er 29 ára gömul og á að baki 76 A-landsleiki fyrir England. Í þeim hefur hún skorað 22 mörk.

Hún hóf feril sinn með Everton en fór árið 2013 til Manchester City þar sem hún var í fjögur ár. Svo hélt hún til Spánar og spilaði með bæði Barcelona og Atletico Madrid.

„Það er gott að vera komin aftur heim," segir Duggan en hún ætlar að reyna að hjálpa Everton að komast aftur í Meistaradeildina.

Everton hafnaði í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner