Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 10. nóvember 2022 08:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nathan Jones tekinn við Southampton (Staðfest)
Mynd: Southampton
Nathan Jones var í morgun tilkynntur sem nýr stjóri Southampton. Það sem heillaði hann mest við Southampton er hvernig félagið er sett upp.

Jones er 49 ára velskur stjóri sem skrifar undir þriggja og hálfs árs samning. Hann kemur frá Luton þar sem hann hjálpaði liðinu að komast upp úr League Two og í baráttuna um að koma Luton upp úr Championship deildinni.

Með því að taka við félagi í úrvalsdeildinni er Jones að uppfylla draum. Það er athyglisverð staðreynd að langafi eiginkonu Jones lék með Southampton.

Hjá Southampton eru margir ungir leikmenn og er Jones spenntur fyrir því verkefni. „Þetta varð að vera eitthvað sérstakt, því Luton er frábært félag og allt þar snýr að því að ná árangri, velgengni - ég upplifi það sama hér," segir Jones.

Southampton á einn leik eftir fyrir HM hlé. Það er leikur gegn Liverpool á laugardag. Í gær komst liðið áfram í deildabikarnum með sigri á Sheffield Wednesday. Southamtpon er í 18. sæti úrvalsdeildarinnar með tólf stig eftir fjórtán leiki.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner