Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 10. desember 2018 15:27
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Heimasíða Leiknis 
Gyrðir Hrafn í Leikni (Staðfest)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson.
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson.
Mynd: Leiknir
Nýr leikmaður hefur bæst við leikmannahóp Leiknis í Breiðholti fyrir komandi tímabil en Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við félagið

„Hann hefur æft með Leiknismönnum frá því að æfingar hófust og hefur komið vel inn í hópinn innan sem utan vallar," segir á heimasíðu Leiknis.

„Gyrðir er fæddur árið 1999 og er stór og stæðilegur miðvörður. Hann er nýgenginn upp úr 2.flokki KR þar sem hann hefur leikið frá því hann var 13 ára gamall en þar áður lék hann með Víkingu R."

Gyrðir á leiki að baki í Evrópukeppni unglingaliða en hann lék með KR gegn Elfsborg í þeirri keppni fyrr á árinu.

„Við hlökkum til að fylgjast með Gyrði vaxa og dafna í Leiknisbúningnum á komandi tímum og óskum við honum góðs gengis."

Leiknir hafnaði í sjöunda sæti Inkasso-deildarinnar í sumar en Stefán Gíslason tók við þjálfun liðsins eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner