Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 11. janúar 2019 18:30
Arnar Helgi Magnússon
James Collins til Ipswich (Staðfest)
Mynd: Getty Images
James Collins er genginn til liðs við Ipswich en hann gerir samning við félagið út leiktíðina.

James Collins hefur verið samningslaus síðan síðasta sumar en þá fékk hann ekki framlengingu á samning sínum við West Ham.

Collins gekk til liðs við West Ham frá Cardiff árið 2005 og var þar í fjögur ár áður en hann fór til Aston Villa. Hann sneri aftur til West Ham árið 2012 þegar félagið tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Collins spilaði 214 leiki fyrir West Ham á ferlinum.

Hann gerði síðan fimm vikna samning við Aston Villa í vetur en meiddist síðan á fyrstu æfingunni sinni og spilaði því ekkert með liðinu.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner