Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 11. janúar 2019 11:14
Arnar Helgi Magnússon
Sandra María til Leverkusen (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandra María Jessen er gengin til liðs við þýska liðið Bayer Leverkusen.

Sandra spilaði með Bayer Leverkusen árið 2016 en hún var þá lánuð frá Þór/KA. Sandra er því að fara á kunnulegar slóðir.

Sandra hefur spilað allan sinn meistaraflokks feril hér á landi með Þór/KA. Hún á 140 leiki fyrir liðið og hefur hún skorað 85 mörk í þeim leikjum.

Bayer Leverkusen er í tíunda sæti af tólf liðum í þýsku 1. deildinni. Hlé er nú í deildinni en keppnin hefst aftur um miðjan febrúar.

„Sandra er með sterkan vinstri fót og hún fer frábær í loftinu. Heilt yfir frábær leikmaður. Við erum mjög ánægð með það að hafa fengið Söndru til liðs við okkur," segir Verena Hagedorn þjálfari liðsins.




Athugasemdir
banner
banner