mán 11. febrúar 2019 13:56
Ívan Guðjón Baldursson
Ashley Young búinn að framlengja (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Ashley Young er búinn að framlengja samning sinn við Manchester United um eitt ár og mun hann því leika fyrir félagið á næstu leiktíð.

Young kom úr röðum Aston Villa sumarið 2011 og var fenginn til Man Utd sem kantmaður en hefur nær eingöngu verið notaður sem bakvörður undanfarin ár.

Young hefur verið inn og út úr byrjunarliðinu frá komu sinni til Manchester en í heildina hefur hann leikið 227 leiki fyrir félagið.

Hann fékk lítinn spilatíma fyrstu vikur tímabilsins en vann sig inn í byrjunarliðið undir stjórn Jose Mourinho og hélt sætinu við komu Ole Gunnar Solskjær. Hann hefur aðallega verið að spila sem hægri bakvörður þar sem hann er fyrir framan Diogo Dalot, Matteo Darmian og Antonio Valencia í goggunarröðinni.

Young verður 34 ára í júní og er næstelsti leikmaður félagsins eftir Lee Grant. Hann á 39 landsleiki að baki fyrir England.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner