Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 11. mars 2021 14:49
Elvar Geir Magnússon
Böðvar búinn að semja við Helsingborg (Staðfest)
Böðvar í janúarverkefni með landsliðinu 2019.
Böðvar í janúarverkefni með landsliðinu 2019.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Böðvar Böðvarsson, Böddi löpp, hefur skrifað undir samning til eins árs við sænska félagið Helsingborg.

Böðvar, sem er 25 ára, er uppalinn FH-ingur og kemur frá Jagiellonia Bialystok í Póllandi.

Fótbolti.net greindi frá því í vikunni að hann væri á leið í herbúðir sænska félagsins.

„Ég hef bara heyrt góða hluti um félagið og borgina. Íslenskum leikmönnum hefur vegnað vel hérna og ég vona að ég muni einnig gera það," segir Böðvar.

Helsingborg leikur í sænsku B-deildinni en Brandur Olsen, fyrrum miðjumaður FH, er á mála hjá félaginu.

„Markmiðið er að fara með liðinu upp í efstu deild, spila marga leiki og hjálpa liðinu. Ég hlakka til að koma til Svíþjóðar."

Helsingborg hefur verið í leit að vinstri bakverði en nú er þeirri leit lokið. Böðvar mætir til æfinga hjá liðinu í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner