Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 11. mars 2021 15:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Diljá Ýr til Häcken (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Diljá Ýr Zomers er gengin í raðir Häcken í sænsku úrvalsdeildinni. Hún hefur fengið félagsskipti frá Val.

Häcken er í raun ríkjandi meistari þar sem Kopparbergs/Gautaborg breyttist í Häcken eftir síðasta tímabil. Kopparbergs/Gautaborg, sem varð meistari í fyrra, var í fjárhagserfiðleikum en Häcken rétti fram hjálparhönd og leika ríkjandi meistararnir því nú undir nafni Häcken.

Diljá er sóknarkona og hefur hún leikið með FH og Stjörnunni ásamt Val á sínum ferli.

Fótbolti.net greindi frá því í febrúar að Diljá væri til reynslu hjá sænska félaginu.

Mbl.is kveðst hafa heimildir um að Valur og Häcken séu nú í viðræðum hvort um kaup eða lán sé að ræða en miðað við núverandi stöðu félagaskiptanna á vef KSÍ er um kaup að ræða.

Diljá er nítján ára gömul og er hún annar leikmaðurinn til að ganga í raðir Häcken frá Val í vetur því í desember gekk Valgeir Lunddal Friðriksson í raðir félagsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner