Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 11. mars 2021 12:02
Elvar Geir Magnússon
Gary Martin framlengir við ÍBV út 2023 (Staðfest)
Gary Martin í leik með ÍBV.
Gary Martin í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Sóknarmaðurinn Gary Martin hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV og verður hjá félaginu út tímabilið 2023.

Frá þessu er greint á heimasíðu ÍBV.

„,Mér hefur alltaf liðið vel í Vestmannaeyjum og mér líkar mjög vel við klúbbinn. Ég kom hingað til að vera þáttur af ákveðnu verkefni og vil leggja mitt af mörkum til að það takist og bæta stuðningsmönnum það sem þeir sáu á síðasta ári. Ég er mjög glaður og lít björtum augum á framtíðina í Vestmannaeyjum," sagði Gary við heimasíðu ÍBV.

Gary Martin er einn umtalaðasti leikmaðurinn í íslenska boltanum en í fyrra skoraði hann ellefu mörk í Lengjudeildinni þegar ÍBV hafnaði í sjötta sæti. Liðinu var spáð sigri í deildinni fyrir tímabilið.

Gary Martin er 30 ára gamall og kom fyrst hingað til lands til að spila fyrir ÍA árið 2010. Hann hefur einnig leikið fyrir KR, Víking og Val hér á landi.

Eyjamenn stefna á að spila í Pepsi Max-deildinni á næsta ári en í vetur hefur liðið meðal annars fengið til sín Eið Aron Sigurbjörnsson og Gonzalo Zamorano.
Athugasemdir
banner