Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 11. mars 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gauti Þorvarðar aftur í KFS (Staðfest)
Gauti í leik með ÍBV 2015.
Gauti í leik með ÍBV 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Gauti Þorvarðarson er genginn í raðir KFS fyrir tímabilið sem framundan er.

Gauti er Vestmannaeyingur á 32. aldursári en hann er uppalinn hjá ÍBV. Hann byrjaði að spila með meistaraflokki ÍBV 2008 og kom hann við sögu í 17 leikjum í efstu deild sumarið 2009. Í þeim leikjum skoraði hann eitt mark.

Hann spilaði með KFS 2011 og 2012 í 3. deild og skoraði þá tíu mörk í 17 deildarleikjum.

Hann var á mála hjá ÍBV sumarið 2013 en fór svo aftur í KFS fyrir tímabilið 2014. Þá raðaði hann inn mörkunum, skoraði 16 mörk í 13 deildarleikjum í 4. deild.

Hann flakkaði á milli ÍBV og KFS í Vestmannaeyjum áður en hann hélt KV árið 2018. Hann skoraði sex mörk í sjö deildarleikjum fyrir KV í 3. deild og spilaði svo með Reyni Sandgerði 2019. Hann skoraði fimm mörk í 22 leikjum með Reyni og fór aftur í KV fyrir síðustu leiktíð.

Hann skoraði sjö mörk í tíu leikjum þegar KV fór upp úr 3. deild, en hann hefur núna ákveðið að spila með KFS í sumar. Gunnar Heiðar Þorvaldsson er þjálfari liðsins sem er í 3. deild.
Athugasemdir
banner
banner