Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 11. maí 2022 13:35
Elvar Geir Magnússon
Elvis Bwomono í ÍBV (Staðfest)
Elvis Bwomono.
Elvis Bwomono.
Mynd: Getty Images
Elvis Bwomono, landsliðsmaður Úganda, er genginn í raðir ÍBV. Hann er 23 ára bakvörður og á tvo landsleiki að baki fyrir Úganda.

Hann á 116 leiki að baki í C- og D-deild enska boltans fyrir Southend þar sem hann spilaði fyrir aðallið félagsins frá 2017-2021.

Hann var hinsvegar samningslaus en hefur nú skrifað undir hjá ÍBV. Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV þekkir Bwomono vel enda er Hermann fyrrum aðstoðarþjálfari Southend.

Bwomono fæddist í Úganda en fluttist til London ungur að aldri. Hann var í yngri liðum QPR og síðan Southend.

ÍBV er með tvö stig eftir fjórar umferðir í Bestu deildinni en liðið fær KR í heimsókn á Hásteinsvöll klukkan 18 í kvöld. Bwomono verður ekki með í þeim leik en leikheimild hans tekur gildi á morgun.

Í dag er íslenski gluggadagurinn en félagaskiptaglugganum verður lokað á miðnætti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner