Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. maí 2022 13:44
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hrannar og Áki lánaðir í Völsung (Staðfest)
Hrannar er mættur aftur í grænt.
Hrannar er mættur aftur í grænt.
Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson
Völsungur hefur fengið mikinn liðsstyrk frá nágrönnum sínum í KA því Hrannar Björn Steingrímsson og Áki Sölvason eru mættir í grænu treyjuna. Báðir koma þeir á láni.

Hrannar er að koma til baka eftir erfið meiðsli sem hann varð fyrir snemma á síðasta tímabili en hann er uppalinn í Völsungi, á að baki 106 leiki fyrir meistaraflok Völsungs og hefur skorað í þeim 29 mörk.

Hrannar er hægri bakvörður sem verður þrítugur í næsta mánuði. Hann gekk í raðir KA eftir tímabilið 2013.

Áki er 23 ára gamall framherji sem uppalinn er hjá KA. Áki á að baki 22 leiki í 2. deild (á láni hjá KF og Dalvík/Reynir) og í þeim hefur hann skorað tíu mörk.

„Við bindum miklar vonir við þessa glæsilegu pilta og bjóðum þá hjartanlega velkomna í grænt!!!" segir í færslu Græna hersins. Völsungur spilar í 2. deild í sumar.



Athugasemdir
banner
banner
banner