Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 11. maí 2022 11:31
Elvar Geir Magnússon
KV fær Patryk aftur lánaðan frá Leikni (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lengjudeildarlið KV hefur fengið miðvörðinn Patryk Hryniewicki lánaðan frá Leikni í Breiðholti.

Patryk lék einnig með KV á lánssamningi með á síðasta tímabili. Þá hjálpaði hann liðinu að komast upp úr 2. deildinni. Hann átti gott sumar og var á bekknum í liði ársins í deildinni.

Patryk er 21 árs og hefur ekki komið við sögu hjá Leikni í fyrstu fjórum leikjum liðsins í Bestu deildinni þetta tímabilið.

Þetta er mikill styrkur fyrir KV sem spáð var 11. sæti í Lengjudeildinni og þar með falli aftur niður í 2. deild.

Liðið tapaði 3-1 fyrir Fylki í fyrstu umferð og mætir HK á heimavelli sínum, KR gervigrasinu, annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner