Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 11. maí 2022 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjarnan fær bandarískan varnarmann (Staðfest)
Mynd: Lobos
Stjarnan hefur fengið bandaríska varnarmanninn Alexa Kirton í sínar raðir.

Alexa, sem fædd er árið 1999, á metið yfir flesta leiki í sögu Háskólans í New Mexíkó. Á fimm tímabilum lék hún 87 leiki, skoraði fimm mörk og lagði upp fimm.

„Ég er mjög þakklát að fá þetta tækifæri til að spila erlendis og að ná að halda mínum fótboltaferli áfram eftir skólann," sagði Kirton.

„Að flytja til nýs lands getur verið ógnvekjandi en ég veit að þetta mun vera frábær upplifun og ég hef bara heyrt stórkostlega hluti um Ísland. Ég er mjög spennt að komast aftur út á völlinn."

Stjarnan er með fjögur stig í 6. sæti Bestu deildarinnar eftir þrjá leiki. Kirton er komin með leikheimild svo hún gæti spilað í fjórðu umferðinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner