Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 11. júní 2018 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Mirror 
Var skotinn fyrir utan heimili sitt - Dreymdi um HM
Amílcar Henríquez.
Amílcar Henríquez.
Mynd: Getty Images
Amilcar Henriquez ætti að vera að spila á HM í sumar með Panama.

Í apríl gerðist hins vegar sá sorgaratburður að hann var skotinn til bana. Hann var skotinn fyrir utan heimili sitt af óþekktum byssumanni eða byssumönnum. Eiginkona hans kom að honum er hann lá í heimreiðinni.

Henriquez var miðjumaður sem hafði leikið 85 landsleiki fyrir þjóð sína. Hann 33 ára þegar hann lést.

Hann hafði pottþétt farið á HM en Panama er þar á meðal þáttökuþjóða í fyrsta sinn.

Amilcar skildi eftir sig eiginkonu, Gixiani Henriquez, og tvö börn. Gixiani, ekkja Amilcar, hefur í fyrsta sinn tjáð sig um morðið á eiginmanni sínum að því er kemur fram á Mirror.

„Hans draumur var að spila í lokakeppni HM. Ég trúi því ekki að hann verði ekki þarna," sagði Gixiani. „Sonur minn heldur enn að pabbi sinn muni koma til baka og spila fótbolta."

Í viðtalinu talar hún nánar um daginn örlagaríka þegar eiginmaður hennar var myrtur fyrir utan heimili þeirra. Hún segir frá því að Amilcar hafi fengið hótanir frá vini daganna áður, "vini" sem krafðist þess að fá peninga.

Hún segist hafa fengið lítinn stuðning eftir að Amilcar kvaddi þennan heim. Hún er í fullri vinnu og þarf að sjá fyrir fjölskyldu sinni.

Enginn hefur verið kærður fyrir morðið á Amilcar.

Panama er að fara að taka þátt í fyrsta sinn á HM. Liðið er í riðli með Belgíu, Englandi og Túnis. Fyrsti leikur Panama verður gegn stjörnu prýddu liði Belga eftir nákvæmlega viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner