banner
   lau 11. júní 2022 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Christensen farinn frá Chelsea (Staðfest) - Á leið til Barca
Drinkwater og Musonda samningslausir
Mynd: Getty Images

Chelsea staðfestí í gær brottför danska varnarmannsins Andreas Christensen sem rann út á samningi eftir langa dvöl hjá félaginu.


Christensen er aðeins 26 ára gamall og lék 161 leik með Chelsea. Hann á einnig leiki að baki fyrir Borussia Mönchengladbach eftir að hafa verið lánaður þangað frá 2015 til 2017.

Það er ekki leyndarmál að Christensen er að ganga í raðir Barcelona í sumar en ekki er víst hvenær félagaskiptin verða kynnt opinberlega.

Fjölmiðlar telja Christensen vera búinn að skrifa undir fjögurra eða fimm ára samning við Börsunga sem eru einnig á höttunum eftir Marcos Alonso liðsfélaga Christensen í varnarlínu Chelsea.

Chelsea staðfesti á sama tíma brottfarir þriggja annarra leikmanna. Miðjumaðurinn Danny Drinkwater er loksins farinn og þá fengu hvorki Charly Musonda né Jake Clarke-Salter nýjan samning.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner