Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 11. júní 2022 12:37
Ívan Guðjón Baldursson
Gravenberch kominn til Munchen (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Hollenski miðjumaðurinn Ryan Gravenberch er búinn að skrifa undir samning og standast læknisskoðun hjá FC Bayern München.


Bayern vinnur hörðum höndum að því að styrkja leikmannahópinn fyrir næstu leiktíð og er talið borga í kringum 30 milljónir evra fyrir Gravenberch.

Gravenberch er aðeins 20 ára gamall en hefur þó verið lykilmaður í liði Ajax og er búinn að vinna sér inn sæti í hollenska landsliðinu.

„Bayern er stórt félag og hérna þarf maður að vinna stóra titla. Ég er mjög ánægður að vera kominn til München," sagði Gravenberch.

Gravenberch er búinn að skrifa undir fimm ára samning við þýska stórveldið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner