lau 11. júní 2022 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Harry Kewell ráðinn til Celtic (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Harry Kewell, fyrrum landsliðsmaður Ástralíu og leikmaður Leeds og Liverpool, hefur verið ráðinn til skoska stórveldisins Celtic.


Kewell er 43 ára gamall og hefur stýrt fjórum neðrideildarfélögum á Englandi án mikils árangurs. Hann var síðast við stjórnvölinn hjá Barnet en ætlar núna að breyta til.

Í stað þess að taka við starfi sem aðalþjálfari verður Kewell einfaldlega partur af þjálfarateyminu hjá Celtic. Þar mun hann starfa undir leiðsögn Ange Postecoglou og segist Kewell vera spenntur fyrir því tækifæri.

„Ég er spenntur fyrir að starfa með Ange, ég vildi starfa með honum hjá ástralska landsliðinu en það gekk ekki upp. Hann kenndi mér að fylgja mínum hugmyndum án þess að gefa skoðunum annarra alltof mikinn gaum," sagði Kewell.

Postecoglou vann bæði skosku deildina og deildabikarinn á sínu fyrsta tímabili við stjórnvölinn hjá Celtic.


Athugasemdir
banner
banner
banner