Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 11. júlí 2021 08:30
Victor Pálsson
Alena seldur frá Barcelona (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Barcelona er búið að ná samkomulagi við Getafe um sölu á leikmanninum Carles Alena.

Þetta staðfesti spænska félagið í gær en Alena skrifar undir fimm ára samning við Getafe. Hann lék þar í láni á síðustu leiktíð.

Þessi 23 ára gamli leikmaður hefur spilað 44 aðalliðsleiki fyrir Barcelona síðustu fimm ár og náði aldrei að stimpla sig almennilega inn.

Barcelona er þó með kauprétt á leikmanninum og má kaupa hann til baka í framtíðinni fyrst af öllum félögum.

Barcelona reynir nú að safna fyrir því að geta boðið Lionel Messi nýjan risasamning á Nou Camp.
Athugasemdir
banner
banner