Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 11. september 2021 18:31
Brynjar Ingi Erluson
2. deild: Þróttur Vogum meistarar (Staðfest)
Þróttur Vogum eru 2. deildarmeistarar árið 2021
Þróttur Vogum eru 2. deildarmeistarar árið 2021
Mynd: Þróttur V.
Þróttur Vogum eru meistarar í 2. deild karla eftir 2-2 jafntefli gegn Magna í næst síðustu umferð deildarinnar. Það verður svo svakaleg barátta um sæti í Lengjudeildinni í lokaumferðinni.

Þróttarar voru þegar búnir að tryggja sér sæti í Lengjudeildinni en gátu í dag unnið deildina sem og þeir gerðu. Leó Kristinn Þórisson kom þeim yfir áður en Angantýr Máni Gautason jafnaði fimm mínútum síðar.

Rubén Lozano Ibancos kom Þrótturum aftur yfir áður en Angantýr jafnaði undir lok leiksins. Þessi úrslit voru nóg þar sem Völsungur og KV gerðu 1-1 jafntefli á Húsavík og Þróttarar því 2. deildarmeistarar árið 2021!

Það er enn sæti í boði í Lengjudeildina en það ræðst í lokaumferðinni. KV spilar við meistarana heima á meðan Völsungur heimsækir Njarðvík. KV er í 2. sæti með 38 stig en Völsungur með 37 stig í 3. sætinu.

Úrslit og markaskorarar:

Leiknir F. 3 - 1 Njarðvík
1-0 Hilmar Freyr Bjartþórsson ('33 )
2-0 Ásgeir Páll Magnússon ('69 )
2-1 Kenneth Hogg ('79 )
3-1 Izaro Abella Sanchez ('90 )

Þróttur V. 2 - 2 Magni
1-0 Leó Kristinn Þórisson ('18 )
1-1 Angantýr Máni Gautason ('23 )
2-1 Rubén Lozano Ibancos ('62 )
2-2 Angantýr Máni Gautason ('89 )

Reynir S. 5 - 3 Fjarðabyggð

Völsungur 1 - 1 KV
0-1 Nikolaj Dejan Djuric ('49 )
1-1 Sæþór Olgeirsson ('78 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner