þri 11. desember 2018 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City kaupir bandarískan markvörð fyrir metfé (Staðfest)
Zach Steffen.
Zach Steffen.
Mynd: Getty Images
Manchester City hefur fest kaup á markverðinum Zack Steffen frá Columbus Crew í MLS-deildinni. Hann kemur til félagsins næsta sumar.

Talið er að hann kosti 7 milljónir punda en það er metfé fyrir markvörð úr MLS-deildinni. Columbus Crew hefur lýst félagaskiptunum sem „sögulegum".

Hinn 23 ára gamli Steffen gerir fjögurra ára samning við Englandsmeistaranna.

Steffen er landsliðsmarkvörður hjá Bandaríkjunum en hann á sex landsleiki að baki.

Steffen var kosinn markvörður ársins í MLS-deildinni árið 2018.

Það má ætla að Steffen sé fenginn til að veita Ederson samkeppni hjá Manchester City.



Athugasemdir
banner
banner
banner