Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. janúar 2019 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ásta Vigdís lánuð í Keflavík (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Markvörðurinn Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir hefur verið lánuð frá Breiðablik í Keflavík, sem er nýliði í Pepsi-deildinni, fyrir næsta sumar. Hún mun fylla skarð Lauren Watson, sem varið hefur mark Keflavíkur undanfarin tvö sumur.

Ásta Vigdís er 21 árs gömul og á að baki 20 landsleiki fyrir U19 og U17 landslið Íslands.

Ásta hefur öðlast dýrmæta reynslu í meistaraflokki en hún hefur spilað með ÍA, Fylki, HK/Víking og Augnablik sem lánsmaður undanfarin ár.

Hún lék alla leikina í Pepsi-deildinni með ÍA 2016 og 14 leiki með Fylki árið 2017.

Hún mun standa vaktina hjá Keflavík næsta sumar, en Keflavík endaði í öðru sæti Inkasso-deildarinnar síðasta sumar og mun því leika í Pepsi-deildinni á þessu ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner