Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   lau 12. janúar 2019 17:24
Ívan Guðjón Baldursson
Kristófer Sigurgeirs ráðinn í þjálfarateymi Vals (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er búið að semja við Kristófer Sigurgeirsson um að vera partur af þjálfarateymi félagsins.

Kristófer hefur gríðarlega mikla reynslu úr íslenskum fótbolta og hefur hann þjálfað Reyni Sandgerði og Leikni R. hér á landi. Þá hefur hann einnig verið aðstoðarþjálfari hjá Fjölni og Breiðablik.

Kristófer gerði garðinn frægan með Breiðablik og Fram á tíunda áratugnum, hélt út í atvinnumennsku til Svíþjóðar og Grikklands og lék tvo leiki fyrir A-landsliðið áður en hann sneri sér að þjálfun.

Þetta er afar sterk viðbót við þegar gott þjálfarateymi Íslandsmeistaranna sem ætla sér stóra hluti á árinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner