þri 12. febrúar 2019 18:22
Arnar Helgi Magnússon
Gulli Jóns hættir með Þrótt R. (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnlaugur Jónsson er hættur sem þjálfari sem þjálfari Þróttar R. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins nú rétt í þessu.

„Gunnlaugur óskaði eftir starfslokum af persónulegum ástæðum og mikilla anna á öðrum vettvangi og var orðið við þeirri ósk og skilja leiðir í sátt allra aðila," segir á heimasíðu félagsins.

Gunnlaugur tók við Þrótti rétt fyrir síðasta tímabil eftir að Gregg Ryder sagði skyndilega upp störfum. Þróttur endaði í fimmta sæti Inkasso deildarinnar eftir erfiða byrjun en liðið fór á skrið í seinni umferðinni.

„Gunnlaugi er þökkuð góð störf fyrir félagið og við Þróttarar óskum honum góðs gengis í komandi framtíð," segir einnig í fréttatilkynningunni.

Þórhallur Siggeirsson sem starfað hefur sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks og yfirþjálfari afreksstarfs mun taka tímabundið við aðalþjálfun flokksins.
Athugasemdir
banner
banner
banner