Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 12. mars 2021 17:00
Magnús Már Einarsson
Denis Vnukov og Milos Ivankovic í Fjarðabyggð (Staðfest)
Milos í leik með Fjarðabyggð árið 2015.
Milos í leik með Fjarðabyggð árið 2015.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fjarðabyggð hefur fengið tvo nýja leikmenn fyrir átökin í 2. deildinni í sumar en það eru Denis Vnukov og Milos Ivankovic.

Milos þekkir til í Fjarðabyggð því hann spilaði með liðinu í 1. deildinni árið 2015.

Undanfarin tvö ár hefur Milos spila með Vestra en hann skoraði eitt mark í tólf leikjum í Lengjudeildinni í fyrra.

Hinn 32 ára gamli Milos hefur spilað á Íslandi síðan árið 2014 að undanskildu árinu 2016 en hann lék með Huginn á Seyðisfirði árið 2014, 2017 og 2018.

Denis er 29 ára gamall miðjumaður frá Eistlandi en hann spilaði síðast með Legion í úrvalsdeildinni þar í landi.

Heimir Þorsteinsson tók við þjálfun Fjarðabyggðar í vetur en í vikunni fékk félagið einnig sóknarmanninn Vice Kendes í sínar raðir.

Vice spilaði níu leiki með Fjarðabyggð fyrri hlutann á síðasta tímabili og skoraði fimm mörk.
Athugasemdir
banner
banner
banner