þri 12. júní 2018 15:07
Ingólfur Páll Ingólfsson
Julen Lopetegui tekur við Real Madrid (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Julen Lopetegui þjálfari Spánverja á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi mun taka við Real Madrid eftir mótið.

Þessi 51. árs gamli þjálfari mun hætta sem landsliðsþjálfari Spánar eftir heimsmeistaramótið og taka við nýju starfi á Bernabeu. Hann skrifar undir þriggja ára samning við félagið.

Real hefur verið án þjálfara síðan Zinedine Zidane tilkynnti að hann myndi hætta með liðið þann 31. maí síðastliðinn, aðeins fimm dögum eftir að hafa unnið meistaradeildina þriðja árið í röð.

Lopetegui er að stjórna Spáni á sínu fyrst alþjóðlega móti síðan hann tók við landsliðinu af Vicente del Bosque.
Athugasemdir
banner
banner
banner