Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 12. júní 2022 17:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pirlo gerir eins árs samning í Tyrklandi (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Andrea Pirlo fyrrum leikmaður og stjóri Juventus er tekinn við sem stjóri Fatih Karagumruk í Tyrklandi.


Þessi 43 ára gamli Ítali ætlar að koma þjálfaraferli sínum almennilega á stað en hann hóst árið 2020 þegar hann tók við Juvenuts. Það fór ekki nægilega vel en liðið hafnaði í 4. sæti Serie A, vann bikarinn og ofurbikar Ítalíu.

Fatih Karagumruk leikur í efstu deild í Tyrklandi en liðið hafnaði í 8. sæti á síðustu leiktíð, tveimur stigum á undan Adana Demirspor sem Birkir Bjarnason leikur með. Pirlo gerir eins árs samning við félagið.

Pirlo hittir fyrir þrjá landa sína hjá félaginu en þar eru markvörðurinn Emiliano Viviano, varnarmaðurinn, Davide Biraschi og vængmaðurinn Fabio Borini fyrrum leikmaður AC Milan, Roma og Liverpool.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner