Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 12. júlí 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Celso Raposo farinn frá Vestra (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bakvörðurinn Celso Daniel Caeiro Raposo hefur yfirgefið herbúðir Vestra.

Samkvæmt vefsíðu KSÍ þá er hann búinn að fá félagskipti frá Vestra til Búlgaríu.

Celso kom til Vestra rétt fyrir tímabilið eftir að það kom í ljós að Rafa Mendez yrði fjarri góðu gamni.

Rafa er spænskur hægri bakvörður sem spilaði á síðasta tímabili með Vestra en hann framlengdi samning sinn við félagið síðasta vetur. Það komu upp veikindi í fjölskyldu Rafa rétt fyrir mót og gaf Vestri honum leyfi til að vera áfram heima fyrir.

Celso kom við leikjum í sjö leikjum með Vestra í sumar, í deild og bikar.

Vestri er í sjötta sæti Lengjudeildarinnar þegar mótið er hálfnað. Liðið er með 16 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner