Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. nóvember 2021 22:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Keane um Maguire: Hefði farið í slag við hann
Mynd: EPA
Harry Maguire varnarmaður enska landsliðsins og Manchester United skoraði fyrsta mark Englands í 5-0 sigri liðsins gegn Andorra í kvöld.

Hann hefur fengið mikla gagnrýni fyrir frammistöðuna sína fyrir Manchester United á þessari leiktíð en hann fagnaði markinu sínu með því að halda fyrir eyrun.

Þar virtist hann gefa í skyn að hann hlusti ekki á gagnrýnisraddir. Roy Keane fyrrum leikmaður United er ekki sáttur með hann og segir að þetta fagn hafi verið vandræðalegt.

„Að renna sér á hnjánum og halda fyrir eyrun gegn Albaníu, í alvöru? Ég hefði farið í slag við hann ef ég væri á vellinum. Hann heldur að hann sé að þagga niður í gagnrýnisröddum en mér finnst þetta vandræðalegt. Hann hefur verið hræðilegur síðustu mánuði hjá Man Utd. Hann heldur að ef hann skorar með landsliðinu að þá þaggi hann niður í gagnrýnisröddum. Vandræðalegt," sagði Keane.

England er komið með annan fótinn á HM en liðið þarf aðeins stig gegn San Marínó í lokaumferðinni til að gulltryggja sætið.
Athugasemdir
banner
banner