Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 13. janúar 2022 16:04
Elvar Geir Magnússon
Máni Austmann til FH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Máni Austmann Hilmarsson er orðinn leikmaður FH en félagið tilkynnti þetta í dag.

Máni kemur frá Leikni Reykjavík þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. Máni er uppalinn í Stjörnunni en fór ungur að árum til FCK í Danmörku.

Samningur Mána við Leikni rann út síðasta haust og því kemur hann á frjálsri sölu til FH.

Máni er 23 ára kantmaður sem skoraði eitt mark í sautján leikjum á síðasta tímabili. Tvíburabróðir hans, Dagur Austmann, lék með honum hjá Leikni.

FH hafnaði í sjötta sæti efstu deildar í fyrra en Leiknir endaði í áttunda sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner