Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 13. mars 2021 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: HK 
Henríetta Ágústsdóttir semur við HK (Staðfest)
Mynd: HK
Henríetta Ágústsdóttir er búin að skrifa undir samning við HK. Hún hefur spilað stórt hlutverk fyrir HK á undirbúningstímabilinu þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gömul.

Henríetta er fædd 2005 og lék tvo leiki í 2. deildinni í fyrra. Hún er afar efnileg og hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands.

Henríetta er miðjumaður að upplagi og uppalin hjá HK í Kópavogi.

„Henríetta er ein af okkar ungu og efnilegu leikmönnum sem eru að koma upp úr sterku barna- og unglingastarfi félagsins. Hún leikur yfirleitt á miðjunni og er vinnusöm, áræðin og útsjónarsöm," segir Jakob Leó Bjarnason, þjálfari kvennaliðs HK.

„Henríetta hefur fengið stórt hlutverk á undirbúningstímabilinu og staðið sig frábærlega. Fyrir utan fótboltalega hæfileika að þá býr hún yfir mjög sterku hugarfari og er dugleg að leggja á sig aukalega. Okkur hlakkar til að fá að vinna áfram með henni og hjálpa henni að þroskast og ætlumst til mikils af henni í rauðhvíta búningnum á komandi árum."
Athugasemdir
banner
banner
banner