Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 13. júní 2018 10:14
Ívan Guðjón Baldursson
Lopetegui rekinn tveimur dögum fyrir leik (Staðfest)
Spænska landsliðið er ósigrað undir stjórn Lopetegui. 14 sigrar og 6 jafntefli. 61 mark skorað, 13 fengin á sig.
Spænska landsliðið er ósigrað undir stjórn Lopetegui. 14 sigrar og 6 jafntefli. 61 mark skorað, 13 fengin á sig.
Mynd: Getty Images
Julen Lopetegui, þjálfari spænska landsliðsins, var í gær staðfestur sem nýr þjálfari Real Madrid.

Spænska knattspyrnusambandið ákvað að reka hann í kjölfarið og boðaði til fréttamannafundar í dag. Hann verður því ekki með á HM.

Luis Rubiales, forseti sambandsins, var afar óánægður með ákvörðun Lopetegui og rak hann þrátt fyrir mótmæli leikmanna.

Fundinum var frestað þar sem Sergio Ramos og Andres Iniesta, fyrirliði og varafyrirliði landsliðsins, mættu ásamt hóp af leikmönnum og báðu stjórnina um að reka ekki þjálfarann.

Það var ekki nóg til að bjarga starfi Lopetegui í sumar og líklegt er að Albert Celades, þjálfari U21 landsliðsins, taki við. Fernando Hierro þykir einnig líklegur.

Tímasetningin á þessari ákvörðun hefur verið harkalega gagnrýnd en Spánverjar mæta Evrópumeisturunum og nágrönnunum frá Portúgal á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner