Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. júní 2018 23:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Blikar.is 
Thomas Mikkelsen í Breiðablik (Staðfest)
Thomas handsalar samninginn. Með honum á myndinni er Ágúst Gylfason, þjálfari Blika.
Thomas handsalar samninginn. Með honum á myndinni er Ágúst Gylfason, þjálfari Blika.
Mynd: Breiðablik
Breiðablik hefur staðfest komu danska sóknarmannsins Thomas Mikkelsen til félagsins.

Thomas skrifar undir tveggja ára samning við Blika og verður löglegur með liðinu þegar félagskiptaglugginn opnar 15. júlí.

„Thomas sem er stór og sterkur framherji spilaði síðast í Skotlandi með Dundee United. Daninn er 28 ára gamall og er tæplega 190 cm á hæð. Hann er fljótur og sterkur og á örugglega eftir að setja mark sitt á Pepsi-deildina," segir á Blikar.is.

Fyrst Thomas er kominn þá er Hrvoje Tokic farinn frá Blikum og má hann leita sér að nýju liði.

Breiðablik sigraði Fylki í Pepsi-deildinni í kvöld. Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.

Sjá einnig:
Þetta er danski sóknarmaðurinn sem er á leið í Breiðablik


Athugasemdir
banner
banner
banner